Sýning á verkum Valgerðar Briem í Gerðarsafni

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sýning á verkum Valgerðar Briem í Gerðarsafni

Kaupa Í körfu

VALGERÐUR Briem (1914-2002), var án efa einn áhrifamesti myndmenntakennari sem við höfum átt. Hún kenndi börnum í Austurbæjarskólanum, myndlistarmönnum við Handíða- og myndlistarskólann og við Kennaraháskólann. Hún kom nálægt flestu í sögu myndmenntakennslu á Íslandi frá upphafi og átti meðal annars stóran þátt í að teiknikennsla var færð niður í fyrstu bekkina í stað þess að hefjast við tíu ára aldur. Hún var líka án efa eini myndmenntakennarinn sem kennt hefur börnum í útvarpi, eins og hún gerði árið 1939. MYNDATEXTI Myndlistarmaður og -kennari "Valgerður kom nálægt flestu í sögu myndmenntakennslu á Íslandi frá upphafi og átti meðal annars stóran þátt í að teiknikennsla var færð niður í fyrstu bekkina í stað þess að hefjast við tíu ára aldur. Hún var líka án efa eini myndmenntakennarinn sem kennt hefur börnum í útvarpi, eins og hún gerði árið 1939."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar