Big Mac-borgari

Árni Torfason

Big Mac-borgari

Kaupa Í körfu

Næstdýrasti Big Mac-borgarinn í heimi fæst á Íslandi Á ÍSLANDI er seldur næstdýrasti Big Mac-hamborgari í heiminum ef marka má svokallaða Big Mac-vísitölu tímaritsins Economist. Sá dýrasti er seldur í Kúveit samkvæmt tímaritinu. Hátt verð borgarans skýrist af "ofurtollum" að sögn Jóns Garðars Ögmundssonar, eiganda McDonalds-sérleyfisins á Íslandi. Samkvæmt Big Mac-vísitölunni kostar borgarinn 6,01 Bandaríkjadal hér á landi. Ef Kúveit er frátalið, þar sem borgarinn kostar 7,33 dali, kostar hann mun minna í flestum löndum. Sé litið til nágrannalanda okkar kemur í ljós að hann kostar 4,46 dali í Danmörku, 3,94 dali í Svíþjóð og 5,18 í Noregi. Þá kostar hann 3,37 í Bretlandi, 2,90 í Bandaríkjunum en þriðji dýrasti borgarinn fæst í Sviss og kostar hann 4,90 dollara. MYNDATEXTI: McDonalds Bic Mac-hamborgari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar