Kýr í gegnum göng

Skapti Hallgrímsson

Kýr í gegnum göng

Kaupa Í körfu

FÓLK í hinum dreifðu byggðum landsins er víða í vandræðum vegna lélegra nettenginga, m.a. bændur og aðrir íbúar í Svalbarðsstrandarhreppi, skammt frá Akureyri, þar sem ADSL tenging er ekki í boði. Guðmundur S. Bjarnason, oddviti Svalbarðsstrandarhrepps, segir ástandið vissulega bagalegt. "Hér er ekki, frekar en almennt á litlum stöðum út um land, boðið upp á ADSL tengingu. Við getum fengið ISDN eða ISDN + hjá Símanum en það eru miklu hægvirkari tengingar en ADSL," sagði Guðmundur við Morgunblaðið. Og svo eru áðurnefndar tengingar frá Símanum mun dýrari en ADSL, að sögn oddvitans. MYNDATEXTI: Samgöngubót - Guðmundur á Svalbarði útbjó göng undir þjóðveg 1 fyrir kýrnar en samgöngur á netinu eru ekki eins góðar fyrir fólkið í sveitinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar