Langholtsskóli - leikjadagur

Langholtsskóli - leikjadagur

Kaupa Í körfu

Langholtsskóli stendur nærri útivistarparadísinni Laugardalnum og því er ekki að undra að í skólanum sé lögð mikil áhersla á útivist nemenda. "Við stækkum skólastofuna með því að nota nánasta umhverfi í kennslu," segir Vilhelmína Þ. Þorvarðardóttir, deildarstjóri yfir 1.-7. bekk í Langholtsskóla. "Á haustin og vorin er sérstaklega mikið lagt upp úr útiveru og eitt af því sem við gerum er að hafa leikjadag a.m.k. tvisvar á vetri fyrir hvert stig þar sem krakkarnir eru í útileikjum hálfan daginn. Þá eru tólf stöðvar sem þau fara á milli og á hverri þeirra er alltaf einhver leikur í gangi sem tveir fullorðnir stjórna. MYNDATEXTI: Fjör - boltaleikjum er oft gaman.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar