Ingrid Kössler

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ingrid Kössler

Kaupa Í körfu

Evrópu deyr ein kona af völdum brjóstakrabbameins á sex mínútna fresti. Í Svíþjóð deyr ein kona af völdum sjúkdómsins á sex klukkustunda fresti. Þetta eru auðvitað sláandi tölur og ljóst er að brjóstakrabbinn er hatrammari og tekur fleiri líf en nokkurt stríð, sem geisað hefur í heimsbyggðinni," segir Ingrid Kössler, forseti baráttusamtakanna Europa Donna, en hún var heiðursgestur á norrænu brjóstakrabbameinsþingi, sem haldið var í Borgarnesi um liðna helgi. Ingrid er sænsk, félagsráðgjafi að mennt, en greindist sjálf með brjóstakrabbamein fyrir átján árum, þá 44 ára að aldri. MYNDATEXTI: Heiðursgesturinn - Ingrid Kössler, forseti Europa Donna, var heiðursgestur á norrænu brjóstakrabbameinsþingi í Borgarnesi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar