Arne Vagn Olsen

Skapti Hallgrímsson

Arne Vagn Olsen

Kaupa Í körfu

Arne Vagn Olsen kom einu sinni til Akureyrar um verslunarmannahelgi, líkaði svo vel að hann vildi setjast þar að og býr nú í bænum. Skapti Hallgrímsson bregður upp svipmynd af Arne. Arne Vagn Olsen er hálfur Íslendingur og hálfur Dani. Hann fæddist í Danmörku 17. júní 1972, og átti þar heima til átta ára aldurs þegar leiðin lá til Íslands. Arne er nú forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Íslenskum verðbréfum og mestur tími hans upp á síðkastið hefur farið í að undirbúa ráðstefnu fyrir fagfjárfesta um alþjóðleg skuldabréf sem ÍV heldur á Akureyri í dag í samstarfi við Standard Life Investment, sem er skoskt eignastýringarfyrirtæki. MYNDATEXTI: Syngjandi sæll - Arne Vagn Olsen er sjávarútvegsfræðingur að mennt en kann vel við sig í fjármálaheiminum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar