Friðrik V

Skapti Hallgrímsson

Friðrik V

Kaupa Í körfu

Veitingastaðurinn Friðrik V á Akureyri er fimm ára. Það er ekki hár aldur en eigandinn, Friðrik Valur Karlsson var heldur ekki gamall þegar hann ákvað að verða kokkur eða sex ára gamall. Friðrik V er sannkallaður fjölskyldustaður en hjónin Friðrik og Arnrún reka staðinn í sameiningu með mikilli hjálp frá börnum sínum tveimur. Guðrún Hálfdánardóttir heimsótti þessa samheldnu fjölskyldu á Friðriki V. Börn Friðriks og Arnrúnar, þau Karen Ösp fjórtán ára og Axel Fannar tíu ára, hafa greinilega mikinn skilning á rekstri veitingastaðar fjölskyldunnar. MYNDATEXTI: Fjölskyldan - Friðrik Valur Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir ásamt börnum sínum, Karenu Ösp og Axeli Fannari, á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri. Foreldrarnir njóta dyggrar hjálpar barna sinna í rekstri veitingastaðarins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar