Jakob V. Hafstein - veiðimyndir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jakob V. Hafstein - veiðimyndir

Kaupa Í körfu

Jakob V. Hafstein hefur mætt á Iðuna síðustu tíu ár. "Það er yndislegt að kíkja út um gluggann þegar maður vaknar á morgnana og hafa þetta fallega útsýni yfir allt svæðið," segir hann þar sem við stöndum upp við veiðihúsið. Hann hnýtir rauða Kröflutúpu á mjög sveran taum. "Hérna er alltaf von á trölla, það þýðir ekkert grennra en 22 punda tauma. Maður hefur séð þá stóru stökkva hér." MYNDATEXTI: Á Iðu - Feðgarnir og nafnarnir Jakob V. Hafstein við áningastað veiðimanna á Iðu í ´Hvítá; vatnaskilin liggja utar. "Við komum hér fyrr í sumar og náðum tíu löxum á einum og hálfum degi," segir Jakob eldri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar