Jakob V. Hafstein - veiðimyndir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jakob V. Hafstein - veiðimyndir

Kaupa Í körfu

Jakob V. Hafstein er fiskifræðingur að mennt og sá í tvo áratugi um fiskeldi Orkuveitunnar við Elliðaár. "Stangveiði hefur alltaf verið aðaláhugamálið. Það er mannbætandi að vera í góðum félagsskap með fólki sem manni þykir vænt um í veiði," segir Mósi, eins og Jakob er kallaður af vinum sínum Hann er sonur Jakobs V. Hafsteins heitins, sem 10. júlí árið 1942 veiddi lax í Höfðahyl í Laxá í Aðaldal, en sá telst enn stærsti fluguveiddi lax á Íslandi, 36 punda hængur. "Pabbi kenndi mér að fara með flugu. Miðlaði af sinni reynslu alla tíð. Það var mjög gott að veiða með honum." Jakob veiðir nú mest með syni sínum og nafna, Jakobi V. Hafstein, sem kallaður er Kobbi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar