Mary Ellen Mark

Ragnar Axelsson

Mary Ellen Mark

Kaupa Í körfu

Mary Ellen Mark hefur ljósmyndað fatlaða krakka í Safamýrarskóla og á Lyngási í heilan mánuð. Hún er að sýna litbrigði mannlífsins; krakkana sem stundum gleymast. Pétur Blöndal talaði við ljósmyndarann og fleiri sem að verkefninu koma. Hárið á Mary Ellen Mark er svart, enda höfuðið framköllunarherbergi. Hæglátt fas, tvær fléttur og berir fætur í opnum skóm, eiginlega minnir hún á indíána. Nema hún er alltaf með vélbúnað í höndunum, ef ekki myndavél þá farsíma. Augnablikin eru dýrmæt ljósmyndurum. Stúlka og strákur liggja fléttuð saman á Lyngási. Þegar Mary Ellen sér ljósmyndir Ellenar starfsmanns af þeim, þá stekkur hún upp á stól og byrjar að smella. Anika og Magnús haldast arm í arm og Mary Ellen kallar: MYNDATEXTI: Vinir - Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark með Bjössa vini sínum úr Lyngási sem hún kallar "bangsa". Aðra vini sína kallar hún meðal annars "spörfuglinn" og "guðföðurinn".

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar