Veiðimyndir

Sigurður Sigmundsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

"Þeir sem voru að ljúka veiði um hádegi voru komnir með að minnsta kosti níu laxa í morgun," sagði Stefán Jónsson, bóndi á Hrepphólum, um veiðina á svæðum I og II í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. "Mest veiddist í Bergsnös og þá neðarlega í hylnum og einnig í Stuðlastrengjum, ofan brúar á þjóðveginum." Gríðargóð veiði hefur verið í Stóru-Laxá síðustu daga, eftir langþráðar rigningar og vatnavexti. Veiðimenn sem luku veiðum á svæðum I og II í fyrradag lönduðu 39 löxum á stangirnar fjórar á tveimur vöktum. Þeir sem veiddu vaktirnar þar á undan fengu um 30. Tveggja daga veiði á stangirnar tvær á svæði III skilaði 35 löxum. MYNDATEXTI: Lukkulegir - Félagarnir veiddu 18 laxa á einum degi í Stóru-Laxá um helgina. Frá vinstri: Jóhann Lövdal, Heiðar Friðjónsson, Viðar Jónsson, Gunnar S. Jónasson, Jón Ingvar Jónasson og Þórður Hjörleifsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar