Námskeið - Jóna Margrét, Gyða og Guðlaug

Sverrir Vilhelmsson

Námskeið - Jóna Margrét, Gyða og Guðlaug

Kaupa Í körfu

HEILSA | Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar er námskeið sem er í boði fyrir foreldra ungra barna Hvernig viltu að barnið þitt verði þegar það er tíu ára gamalt? Hvað þarftu að gera til þess að barnið þitt verði eins og þú óskar þér? Það og fleira geta foreldrar ungra barna lært á námskeiðinu Uppeldi sem virkar. Færni til framtíðar sem hefst hjá Miðstöð heilsugæslu barna á Barónsstíg á morgun. Gyða Haraldsdóttir, sálfræðingur hjá Miðstöð heilsugæslu barna, er verkefnisstjóri og hönnuður námskeiðsins. MYNDATEXTI: Aðstandendur námskeiðsins: Jóna Margrét Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Gyða Haraldsdóttir, sálfræðingur, verkefnisstjóri og hönnuður námskeiðsins, og Guðlaug Ásmundsdóttir sálfræðingur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar