Jökla stífluð

Ragnar Axelsson

Jökla stífluð

Kaupa Í körfu

ANDRÚMSLOFTIÐ var þrungið spennu þegar lokur hjárennslisganganna vestan við Kárahnjúkastíflu runnu niður um hálfníuleytið í gærmorgun og vörnuðu Jöklu rennslis fram Jökuldal til ósa. Um hundrað manns voru viðstaddir atburðinn í þokusudda, m.a. starfsmenn Landsvirkjunar og Impregilo, fjölmiðlafólk og landeigandi Brúar á Jökuldal. Greiðlega gekk að renna lokunum fyrir vatnselginn, en farvegurinn var þar um 12 metra djúpur. MYNDATEXTI: Ekki svipur hjá sjón - Jökulsprænan ein eftir af Jöklu í nú manngengum botni Hafrahvammagljúfurs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar