Púðar setja svip

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Púðar setja svip

Kaupa Í körfu

Í NAUMHYGGJU nútímans getur verið gott að grípa til ýmiskonar smáhluta til að lífga upp á heimilið. Púðar eru meðal slíkra muna því þeir gera ekki einungis gagn sem stuðningur við þreytt bök sófagesta heldur geta þeir breytt útliti eldri stóla og sófa þannig að þeir verða sem nýir. Í verslunum bæjarins fást nú litríkir púðar í öllum stærðum og gerðum. Skrautleg mynstur og sterkir litir eru þó engin nauðsyn vilji menn breyta til því einlitir púðar geta allt eins sett svip á gamla sófann og þannig sett punktinn yfir i-ið á útlit stofunnar. MYNDATEXTI Ögrandi Þessir lime-grænu púðar skera sig vel úr rauðum sófanum. Þeir fást í versluninni Egg á Smáratorgi og kosta 1.999 krónur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar