Setning Alþingis

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Setning Alþingis

Kaupa Í körfu

ALÞINGI Íslendinga, 133. löggjafarþing, var sett í gær að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var endurkjörin forseti Alþingis. Þingið verður óvenju stutt að þessu sinni vegna komandi þingkosninga. Því verður frestað hinn 15. mars nk., um tveimur mánuðum fyrir kosningarnar 12. maí. Sólveig sagði m.a. í ávarpi sínu, er hún tók við embætti forseta Alþingis, að í ljósi þess að nú væri að hefjast svokallað kosningaþing mætti búast við því að hitnað gæti í kolunum. Hún vitnaði í orð eins forvera síns, sem sagði að Alþingi væri enginn sunnudagsskóli, en tók síðan fram að alþingismenn ættu engu að síður að gæta hófs í málflutningi og sýna háttvísi og virða persónu og æru annarra. MYNDATEXTI: Til starfa - Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, við athöfnina í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar