Setning Alþingis

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Setning Alþingis

Kaupa Í körfu

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í ræðu sinni við setningu Alþingis í gær, að nú þegar ágreiningur um veru Bandaríkjahers hefði verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins væri afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands sköpuðu ekki nýja gjá meðal þjóðarinnar. "Við sjáum ýmis merki þess að afstaðan til náttúrunnar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þúsundir mótmæla á götum Reykjavíkur á sama tíma og íbúar Austurlands fagna nýjum áföngum í byggðaþróun. Náttúra Íslands er okkur öllum kær, samofin sjálfstæðisvitund Íslendinga, uppspretta þjóðarauðs og framfara á flestum sviðum." MYNDATEXTI: Forseti Íslands gengur til Alþingis í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar