Kjartan Ólafsson tónlistarmaður

Þorkell Þorkelsson

Kjartan Ólafsson tónlistarmaður

Kaupa Í körfu

TÓNLISTARHÁTÍÐIN Norrænir músíkdagar hefst hér á landi á morgun og stendur til 14.október. Hátíðin var fyrst haldin í Kaupmannahöfn fyrir 118 árum og hefur verið miðpunktur í norrænu tónlistarlífi frá upphafi og jafnframt einn mikilvægasti vettvangur fyrir nýja norræna tónlist. "Ísland fór að taka þátt í Norrænum músíkdögum um miðja seinustu öld, hingað til hefur hátíðin farið fram annað hvert ár og verið haldin á tíu ára fresti í hverju þátttökulandi," segir Kjartan Ólafsson formaður Tónskáldafélags Íslands sem er fulltrúi Íslands í Norræna tónskáldaráðinu. "Eftir hátíðina í ár mun fyrirkomulag hennar breytast. Þetta eru síðustu stóru Norrænu músíkdagarnir því frá og með næsta ári verður hátíðin haldin á hverju ári í minna sniði. MYNDATEXTI: Tónskáld - Kjartan Ólafsson er formaður Tónskáldafélags Íslands og sér um skipulagningu Norrænna músíkdaga 2006 sem eru haldnir hér á landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar