Marzípan

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Marzípan

Kaupa Í körfu

Það er enginn almennilegur útvarpsþáttur á Íslandi í dag svo að þetta var löngu tímabært," segir Árni Þór Jónsson, annar stjórnenda útvarpsþáttararins Marzipans, sem fer í loftið annað kvöld kl. 22.10 á Rás 2. "Þátturinn verður bæði í anda Sýrðs rjóma og Karate og við munum spila framsækið og nýtt rokk og reyna svo að koma auga á nýjar stefnur, verði þær til." Árni Þór er þaulkunnugur útvarpsmennsku og sér í lagi þegar það kemur að tónlist því að hann var upphafsmaður og stjórnandi Sýrðs rjóma sem hóf göngu sína á Útrás árið 1993. MYNDATEXTI: Handsal - Árni Þór, Páll Magnússon útvarpsstjóri og Benni staðfesta samkomulagið um að Marzípan verði útvarpað á Rás 2.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar