Sigurður Sigurðsson

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sigurður Sigurðsson

Kaupa Í körfu

Faðir lesblinds drengs, Sigurður Sigurðsson, er ráðþrota vegna þeirra svara sem hann fær frá Námsmatsstofnun um að drengnum verði ekki veitt aðstoð sem Sigurður telur nauðsynlega í samræmdu prófi í íslensku í 7. bekk þann 19. október nk. Hefur hann farið fram á að Námsmatsstofnun veiti leyfi sitt fyrir því að lesblindir nemendur fái þá aðstoð sem þeir þurfa en Námsmatsstofnun býður upp á allt of takmarkaða aðstoð að mati Sigurðar. Í bréfi sínu til stofnunarinnar, sem einnig var m.a. sent menntamálayfirvöldum og umboðsmanni barna, segir Sigurður að ekki verði annað séð en að drengurinn gæti tekið þann hluta íslenskuprófsins þar sem reynir á lesskilning - ef próftextinn væri lesinn fyrir hann og síðan lagðar spurningar fyrir hann úr textanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar