Bragi Ólafsson

Bragi Ólafsson

Kaupa Í körfu

Smásögur hinnar bandarísku Shirley Jackson eru góðar. Síðustu mánuði hef ég þó varla lesið eina heila bók, allra síst skáldsögur, því ég hef verið týndur í minni eigin sögu, og mest verið að ræna héðan og þaðan einhverju smálegu úr alls kyns bókum og blöðum, og bíómyndum, enda fjallar bókin sem ég var að skrifa að miklu leyti um þjófnað. En eftir nokkra daga, þegar ég hef ekki lengur leyfi til að skipta mér af próförkinni, ætla ég að lesa tvær glænýjar bækur sem mér voru að berast: Ógæfusama konan eftir Richard Brautigan í þýðingu Gyrðis Elíassonar, og Mírgorod, fimm sögur eftir Gogol frá Hávallaútgáfunni MYNDATEXTI Bragi Ólafsson Sú bók sem hins vegar var á borðinu á því augnabliki sem Lesbókin hafði samband við mig var Revelations , yfirlitsbók um bandaríska ljósmyndarann Diane Arbus.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar