Erró

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Erró

Kaupa Í körfu

KVENOFURHETJUR, Andrés Önd, stúlkan með perlueyrnulokkinn, Maó og myndbrot úr verkum Picassos eru meðal þess sem nú má sjá í Hafnarhúsinu á sýningu nýlegra grafíkverka eftir hinn kunna listamann Guðmund Guðmundsson - Erró. Sýningin er liður í vel til fundinni og árlegri viðleitni safnsins að varpa ljósi á afmarkaða þætti í listsköpun Errós. Umrædd verk hafa bæst við safneign Listasafns Reykjavíkur sem listamaðurinn ánafnaði borginni 1989. Í aðliggjandi sýningarsal má einnig sjá málverk frá ýmsum tímum úr Errósafninu MYNDATEXTI Aldarfarslýsing Grafíksýningin felur í sér gott tækifæri til að rifja upp kynnin við listamanninn og fylgjast með framvindu verka hans - en hún gefur tilefni til vangaveltna um áform listamannsins og hugsanlega innbyggða gagnrýni í aldarfarslýsingum hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar