Salurinn Kópavogi

Þorkell Þorkelsson

Salurinn Kópavogi

Kaupa Í körfu

Á 49 ÁRA afmæli Kópavogs, sem er í dag 11. maí, verður heiðurslistamaður Kópavogs fyrir árið 2004 útnefndur í Salnum kl. 19 og styrkjum úthlutað til listamanna. Að því loknu verða Hátíðartónleikar kl. 20 þar sem tveir söngvarar af yngstu kynslóðinni flytja fjölþætta söngskrá með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. Það eru þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og Eyjólfur Eyjólfsson, tenór sem syngja einsöngslög og dúetta eftir íslenska og erlenda höfunda, m.a. Bjarna Þorsteinsson og Jónas Ingimundarson, Offenbach, Vivaldi, Donizetti og Rossini, auk enskra og írskra þjóðlaga. MYNDATEXTI: Eyjólfur Eyjólfsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Jónas Ingimundarson halda tónleika í Salnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar