Viðar Benediktsson, Geir Garðarsson og Hannes Þ. Hafstein

Ásdís Ásgeirsdóttir

Viðar Benediktsson, Geir Garðarsson og Hannes Þ. Hafstein

Kaupa Í körfu

49 árum eftir hvarf breska togarans Goth útaf Vestfjörðum BLÓMSVEIG með minningaráletrun um sjómennina sem fórust með breska togaranum Goth árið 1948 verður í dag kastað í hafið þar sem reykháfurinn af skipinu kom upp með trolli Helgu RE á Vestfjarðamiðum síðastliðinn laugardag. Helga RE lagði aftur af stað út á sjó um hádegi í gær eftir nokkurra daga viðveru í Reykjavík og gert var ráð fyrir að hún yrði komin að staðnum þar sem reykháfurinn fannst snemma í dag. MYNDATEXTI: Skipstjórar Helgu RE, þeir Viðar Benediktsson og Geir Garðarsson, halda í borða á blómsveig til minningar um Goth, en milli þeirra stendur Hannes Þ. Hafstein, fyrrverandi forstjóri Slysavarnafélags Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar