Alþingi

Eyþór Árnason

Alþingi

Kaupa Í körfu

Í FJÁRLÖGUM þessa árs var áætlað að tekjuafgangur ríkissjóðs yrði 19,6 milljarðar króna en vegna meiri efnahagsumsvifa á árinu 2005 og 2006 en gert hafði verið ráð fyrir, meiri skatttekna lögaðila vegna betri afkomu fyrirtækja á árinu 2005 og aukinna tekna af tekjusköttum einstaklinga er nú áætlað að tekjuafgangurinn verði 49 milljarðar króna. Þetta kom fram í upphafi 1. umræðu um frumvarp til fjáraukalaga sem fram fór á Alþingi í gær. MYNDATEXTI: Gagnrýndur - Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra gerði grein fyrir frumvarpi sínu til fjáraukalaga á Alþingi í gær. Frumvarpið hlaut töluverða gagnrýni vegna mikilla frávika frá fjárlögum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar