Á kolmunnaveiðum

Friðþjófur Helgason

Á kolmunnaveiðum

Kaupa Í körfu

Mikið hefur verið að gera í kolmunnanum hjá Tanga á Vopnafirði undanfarna fjóra sólarhringa en síðan á mánudag hafa þrjú erlend skip, tvö skosk og eitt færeyskt, landað samtals um 3.600 tonnum hjá fyrirtækinu. Um páskana lönduðu tvö færeysk skip samtals um 2.800 tonnum hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði en fimm íslensk skip hafa verið á kolmunnaveiðum fyrir vestan írsku lögsöguna og hafa landað samtals um 6.000 tonnum, þar af tæplega sjötta hluta í Færeyjum, síðan í lok mars. MYNDATEXTI: Fimm íslensk skip hafa að undanförnu verið á kolmunnaveiðum vestan vð írsku lögsöguna. Þar á meðal er Hákon ÞH sem hefur landað um 12.600 tonnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar