Björgvin og Rúna

Helgi Bjarnason

Björgvin og Rúna

Kaupa Í körfu

Grafningur | "Við höfum sinnt þessu eins vel og við höfum getað en niðurstaðan kom á óvart," segir Björgvin Sveinsson, minkabóndi á Torfastöðum II í Grafningi. Bú þeirra hjóna, hans og Rúnu Einarsdóttur, var í efsta sæti í öllum flokkum á lista íslenskra loðdýrabænda yfir bestu skinnin á síðasta sölutímabili. Stórstígar framfarir hafa verið hjá íslenskum minkaræktendum á síðustu árum. Þeir eru sífellt að nálgast danska starfsbræður sína í stærð og gæðum skinna. Björgvin segir að þessi árangur hafi vakið athygli út fyrir landsteinana og hingað komið menn frá Danmörku til að leita skýringa. Innflutningur kynbótadýra er að mati Björgvins aðal ástæðan fyrir þessum framförum, ásamt betra fóðri. MYNDATEXTI: Jagúar - Björgvin Sveinsson og Rúna Einarsdóttir láta vel að jagúar mink.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar