Átak um brjóstakrabbamein

Átak um brjóstakrabbamein

Kaupa Í körfu

Um allan heim er október tileinkaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hjördís Linda Jónsdóttir greindist fyrir tveimur árum og sagði Sigrúnu Ásmundar frá reynslu sinni og stuðningnum frá Krafti. "Ég greindist í lok ágúst fyrir tveimur árum," segir Hjördís Linda, "og í kjölfar þess fór ég í skurðaðgerð 7. september." Í aðgerðinni var brjóstið fjarlægt. "Ég hafði fundið einkenni um sumarið," heldur Hjördís áfram og bætir við að þá hafi blætt út frá geirvörtunni. "Ég hélt fyrst að þetta væri bara sprungin æð, mér datt ekki í hug krabbamein." MYNDATEXTI: Ómetanlegur stuðningur - Hluti hópsins úr Krafti, frá vinstri eru þær Margrét Thorlacius Friðriksdóttir, Thelma Ámundadóttir, Hjördís Linda Jónsdóttir, Hildur Sif Helgadóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Dagbjört Lára Sverrisdóttir, Anna Ingólfsdóttir og Jóhanna Kristín Ragnarsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar