SSA

Andrés Skúlason

SSA

Kaupa Í körfu

Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) var m.a. haldið upp á 40 ára starfsemi með dagskrá í menningar- og menntasetri Hornfirðinga, Nýheimum og fram haldið á Hótel Höfn. Hápunktur kvöldsins var tvímælalaust þegar nokkrir þjóðþekktir einstaklingar stigu á svið og spiluðu eins og þeir hefðu aldrei gert annað. Hljómsveitina skipuðu Albert Eymundsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Hornafirði, Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri á Djúpavogi og nýr formaður SSA, Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SSA. Stuðið náði hámarki þegar hljómsveitin tók hið þekkta lag Upplyftingar Traustur vinur, en Magnús Stefánsson er gamall meðlimur þeirrar þjóðþekktu hljómsveitar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar