Gorbatsjov í Höfða

Gorbatsjov í Höfða

Kaupa Í körfu

MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, setti í fyrirlestri sínum í Háskólabíói í gær fund sinn með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í Höfða árið 1986 í sögulegt samhengi, með upprifjun á rafmögnuðu andrúmslofti kalda stríðsins. Að loknu ávarpi hans bárust honum fjölmargar spurningar. Spurður um morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju í Moskvu um síðustu helgi sagði Gorbatsjov það hryggilegan atburð. Hann kvaðst þó telja að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefði komið á nauðsynlegum stöðugleika eftir óróann sem einkenndi valdaferil forvera hans Borísar Jeltsíns. MYNDATEXTI: Tímamót - Davíð Oddsson seðlabankastjóri, Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri, Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og dóttir hans, Írína Vírganskaja, á meðal annarra rifja upp minningar af leiðtogafundinum í Höfða en tuttugu ár eru nú liðin frá því hann hófst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar