Geisladiskar

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Geisladiskar

Kaupa Í körfu

Skrifanlegir geisladiskar njóta gífurlega vinsælda hér á landi sem annars staðar, eftir að tölvur sem "skrifa" eða "brenna" hljóðskrár, texta og myndir á diska urðu almenningseign. Einna vinsælast er að raða tónlist á slíka geisladiska, hvort sem er til spilunar í bílgræjunum, tölvunni sjálfri eða hljómtækjum heimilisins. Fyrir þá sem lifa í gamla tímanum en nýta sér þó tæknina, eru á markaði geisladiskar sem líta út eins og gömlu, góðu vínylplöturnar, nema hvað þvermálið er ögn minna. Diskarnir eru svartir með gulum miða í miðjunni; vantar eiginlega bara að þar standi "SG-hljómplötur" svo nostalgían sé fullkomnuð. Þessir fallegu diskar eru tilvaldir til þess að gefa geisladiskasafninu fjölbreyttara yfirbragð og minna líka á að hljómplata er ævinlega hljómplata, hvort sem hún er undir nál eða geisla. Diskarnir fást í Pennanum, 10 í pakka og kosta 1790 krónur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar