Árni Scheving og Árni Egilsson

Sverrir Vilhelmsson

Árni Scheving og Árni Egilsson

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er jafnan einn af hápunktunum á næstum hverri djasshátíð hérlendis þegar Útlendingahersveitin kemur saman og fremur list sína. Tónleikar með sveitinni á Nasa nk. laugardagskvöld eru lokahnykkurinn á Jazzhátíð Reykjavíkur og um leið verður kynntur nýr diskur þeirra félaga, Time after time, sem tekinn var upp á tónleikum þegar sveitin kom síðast saman í apríl sl. Diskurinn er tekinn upp á tónleikum víða um landið í apríl og eru því upptökurnar allar "live". MYNDATEXTI: Málaliðar - Nafnarnir Árni Egilsson og Árni Scheving spila annað kvöld frumsamin lög og standarda á Nasa ásamt félögum í Útlendingahersveitinni. Tónleikarnir eru lokahnykkurinn á Jazzhátíð Reykjavíkur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar