Fundur hjá Miðgarði

Eyþór Árnason

Fundur hjá Miðgarði

Kaupa Í körfu

KYNNINGARHERFERÐ Miðgarðs um aukin samskipti þroskahefts fólks á Norðurlöndum hófst í gær, en markmiðið er að fá 200 verndaða vinnustaði og skóla á Norðurlöndum með í átakið, að sögn Þórs Inga Daníelssonar verkefnisstjóra. Verkefnið var kynnt í gær hjá Hlutverki, samtökum verndaðra vinnustaða á Íslandi og framundan eru kynningar á hinum Norðurlöndunum. Tilgangurinn með verkefninu er að veita þroskaheftu fólki 18 ára og eldra tækifæri til að fara til náms eða vinnu í 10 daga til fjóra mánuði með eða án aðstoðarmanns á einhverju Norðurlandanna. Einstaklingar og stofnanir á Norðurlöndum standa að verkefninu með styrkjum frá Norðurlandaráði og félagsmálaráðuneytinu á Íslandi. MYNDATEXTI Steindór Jónsson segir frá verkefninu á fjölmennum fundi hjá Hlutverki, samtökum verndaðra vinnustaða á Íslandi. Þór Ingi Daníelsson fylgist með og segir að allir verndaðir vinnustaðir á Íslandi ætli að vera með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar