Grunnskólamót í fótbolta í Egilshöll

Brynjar Gauti

Grunnskólamót í fótbolta í Egilshöll

Kaupa Í körfu

KRAKKAR í 7. bekkjum grunnskóla í Reykjavík etja kappi í knattspyrnu í Egilshöll nú um helgina, og var greinilega hart barist á vellinum við upphaf mótsins í gær. Steinn Halldórsson, formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, segir að obbinn af grunnskólunum í Reykjavík sendi lið til keppni, en eins og áður séu fleiri lið skráð til keppni í drengjaflokki en í stúlknaflokki, þótt hlutfallið verði æ jafnara. Steinn segir mikið af ungu hæfileikafólki taka þátt í mótinu: "Maður sér alveg að sumir skólarnir eru með félagsbúningana í sínu hverfi," segir hann kíminn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar