Matarskattur lækkar

Matarskattur lækkar

Kaupa Í körfu

TILLÖGUR ríkisstjórnarinnar um lækkun á tollum á kjötvörur og verðstöðvun á mjólk er ávísun á kjaraskerðingu hjá bændum, segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hann segir tillögurnar ganga eins langt og hægt sé að ganga á hlut bænda. Ríkisstjórnin kynnti í gær tillögur um aðgerðir til að lækka matvælaverð en í þeim felst m.a., að virðisaukaskattur á matvæli lækki í 7% 1. mars 2007, að vörugjöld af innlendum og erlendum matvælum öðrum en sykri og sætindum verði felld niður og að almennir tollar á innfluttum kjötvörum verði lækkaðir um allt að 40% á sama tíma. Eftir er að útfæra nákvæma lækkun á tollum á einstakar kjöttegundir. MYNDATEXTI: Matvælaverð lækkar - Ákvörðun ríkisstjórnarinnar fagnaðarefni að mati Neytendasamtakanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar