Aldamótaskógar Reykholti

Davíð Pétursson

Aldamótaskógar Reykholti

Kaupa Í körfu

Reykholt | Aldamótaskógur hefur verið formlega opnaður í Reykholti. Af því tilefni var athöfn í skóginum fyrr í vikunni. Fyrir norðan kirkjuna, við hinn nýja göngustíg til skógarins, er búið að reisa upplýsingaskilti. Þar segir að í tilefni þúsaldamóta árið 2000 og 70 ára afmæla Skógræktarfélags Íslands og KB banka hafi verið stofnað til Aldamótaskóga. Fyrir valinu urðu fimm svæði, eitt í hverjum landshluta. Aldamótaárið 2000 gróðursettu sjálfboðaliðar og starfsmenn skógræktarfélaga liðlega 280 þúsundir skógarplantna, eina fyrir hvern Íslending. KB banki lagði til plöntur og áburð. MYNDATEXTI Séra Geir Waage segir frá við opnun Aldamótaskógar í Reykholti. Aldamótaskógar eru útivistarsvæði á fimm stöðum á landinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar