Leiðtogafundur Míkhaíls Gorbatsjovs og Ronalds Reagan

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leiðtogafundur Míkhaíls Gorbatsjovs og Ronalds Reagan

Kaupa Í körfu

Míkhaíl Gorbatsjov og Ronald Reagan hittust í Reykjavík fyrir tuttugu árum. Davíð Logi Sigurðsson fór á ráðstefnu þar sem gerð var tilraun til að meta mikilvægi fundarins. Leiðtogafundur Míkhaíls Gorbatsjovs og Ronalds Reagan í Höfða fyrir tuttugu árum var jafnvel enn merkilegri en menn hafa talið fram til þessa, að mati tveggja fræðimanna sem grandskoðað hafa öll gögn frá fundinum. Þessi gögn voru gerð opinber í gær og afhenti Thomas Blanton, forstöðumaður National Security Archive (NSA) við George Washington-háskólann í Washington í Bandaríkjunum, borgaryfirvöldum í Reykjavík nýja samantekt á gögnum frá leiðtogafundinum. Jafnframt var opnuð ný heimasíða hjá NSA með gögnum um fundinn 1986. MYNDATEXTI Vekjandi fyrirlestrar Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri ávarpaði ráðstefnuna í gær. Við hlið hans sitja fyrirlesararnir Thomas Blanton og Svetlana Savranskaya og við hlið hennar er Ólafur R. Grímsson forseti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar