Bólstrun Ásgríms

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bólstrun Ásgríms

Kaupa Í körfu

Bólstrun Ásgríms er annað af tveimur elstu bólstrunarverkstæðum á landinu, en það var stofnað 1940 og er því hátt á sjötugsaldri. Kristján Guðlaugsson ræddi við Egil Ásgrímsson bólstrara og Sigríði Lúthersdóttur, konu hans, um starfsemina, en meðal verka Egils er biskupsstóllinn í Dómkirkjunni. Ásgrímur, faðir Egils, hóf nám árið 1932 og opnaði síðan verkstæði á Smiðjustígnum. Verkstæðið var um tíma á Óðinsgötu, en hefur nú í rúm fimmtíu ár staðið við Bergþórugötuna. Húsið, sem verkstæðið er í, var byggt 1898 og þar bjó meistari Þórbergur Þórðarson um skeið. MYNDATEXTI: Samvinna - Hjónin Egill Ásgrímsson og kona hans, Sigríður Lúthersdóttir, reka elsta bólsrunarverkstæði landsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar