Hvalur 9 kemur í Hvalstöðina í Hvalfirði

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hvalur 9 kemur í Hvalstöðina í Hvalfirði

Kaupa Í körfu

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hvalveiðar í atvinnuskyni hefjist á nýjan leik og verður leyft að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur á yfirstandandi fiskveiðiári 2006-2007. Kemur þessi kvóti til viðbótar þeim 39 hrefnum sem veiddar verða á næsta ári vegna vísindaveiða Hafrannsóknastofnunar. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti þetta á Alþingi í gær og hélt Hvalur 9 á miðin vestur af landinu í gærkveldi. Var hann væntanlegur þangað um hádegisbil. MYNDATEXTI: Tilbúnir í slaginn - Unnið var að því í gærkvöldi að gera klárt fyrir hvalveiðarnar. Meðal annars var byssunni komið fyrir á sínum stað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar