Hálslón stækkar

Ragnar Axelsson

Hálslón stækkar

Kaupa Í körfu

Jökla hefur streymt í Hálslón í þrjár vikur og verður ekki vart hreyfinga á mannvirkjum eða í bergi og leki um stífluna er óverulegur. Steinunn Ásmundsdóttir tók stöðuna á virkjuninni. Kárahnjúkavirkjun | Nú eru tuttugu dagar síðan byrjað var að safna vatni í Hálslón Kárahnjúkavirkjunar. Gengur það nokkru hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna hlýinda undanfarið, en nú hefur hægt á innstreymi eftir að tók að kólna. Ekki hefur orðið vart hræringa eða óeðlilegs leka um Kárahnjúkastíflu og hreyfingar á steyptum flekum og öðru hverfandi, að sögn Sigurðar Arnalds hjá Landsvirkjun. Stendur vatnsborð Hálslóns nú í 545 metra hæð yfir sjávarmáli og dýpi við Kárahnjúkastíflu er um 90 metrar og því 80 metrum undir hæstu lónstöðu. MYNDATEXTI: Hafsjór - Hálslón er að verða eins og haf yfir að líta og teygir sig inn að jökli, er nú komið inn að Kringilsárrana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar