Hvalur 9 kemur í Hvalstöðina í Hvalfirði

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hvalur 9 kemur í Hvalstöðina í Hvalfirði

Kaupa Í körfu

FRODE Pleym, talsmaður norskra Grænfriðunga, segir það bæði dapurlegt og ónauðsynlegt að hvalveiðar skuli hafnar á Íslandi og ennfremur sé lítill möguleiki á að koma hvalaafurðum á Japansmarkað. Að hans mati eru Íslendingar nú að hefja veiðarnar vegna þrýstings frá Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf. "Fyrst og fremst er hér um að ræða algerlega ónauðsynlega ákvörðun af þeirri ástæðu að neysla á hvalkjöti er mjög lítil," segir hann. "Og það eru engin merki um möguleika á því að flytja kjötið út til Japans. Auk þess er hvalaskoðun vaxandi ferðamannaiðnaður á Íslandi sem er miklu betri leið til að nýta hvalinn. MYNDATEXTI: Veiðar undirbúnar - Hvalur 9 kemur að hvalstöðinni í Hvalfirði í gær, en þar var allt gert klárt fyrir veiðarnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar