Alþingi

Alþingi

Kaupa Í körfu

EINAR K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti í umræðu á Alþingi utan dagskrár í gær að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný. Tóku þingmenn stjórnarandstöðunnar misjafnlega vel í ákvörðunina þrátt fyrir að allir þeir sem tóku til máls væru sammála um að rétt væri að Íslendingar nýttu sér dýrastofna í hafinu með sjálfbærum hætti. Umræðan sem fram fór í upphafi þingfundar í gær var til komin að beiðni Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, en hann taldi ástæðu til að sjávarútvegsráðherra útskýrði hvers vegna hvalveiðiskipið Hvalur 9 hefði látið úr Reykjavíkurhöfn skömmu áður. MYNDATEXTI: Málin rædd - Össur Skarphéðinsson og Halldór Blöndal skiptust á skoðunum utan ræðustóls Alþingis á þingfundi í gær. Magnús Þór Hafsteinsson fylgist með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar