Alþingi 18. október

Eyþór Árnason

Alþingi 18. október

Kaupa Í körfu

SAMKOMULAG um hvort ríkisvaldið eða sveitarfélögin eigi að greiða fyrir lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna á aldrinum 10 til 16 ára er í augsýn að mati Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Tilefni fyrirspurnarinnar var að fötluðum grunnskólabörnum á fyrrgreindum aldri hefur ekki boðist lengd viðvera í grunnskólum þar sem deilt hefur verið um hvort ríki eða sveitarfélög eigi að greiða fyrir þjónustuna. "Það er ólíðandi að deilur á milli ríkis og sveitarfélaga bitni með fullum þunga á hundruðum fatlaðra grunnskólabarna og foreldrum þeirra. MYNDATEXTI: Fyrirspurnir - Félagsmálaráðherra var spurður um stöðu deilna ríkis og sveitarfélaga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar