Nunni EA

Helga Mattína Björnsdóttir

Nunni EA

Kaupa Í körfu

Grímsey - Það var sönn gleðistund þegar Nunni EA 87 sigldi, prýddur íslenska fánanum, inn í Grímseyjarhöfn. Íbúar keyrðu niður á bryggju og þeyttu flautur bifreiða sinna. Allt til að sýna gleði og ánægju með þetta nýja fley. Reyndar er Nunni bátur númer VI með þessu nafni í eigu Sigurbjarnarins. Skipstjórinn er Gylfi Gunnarsson í Sólbrekku. Þetta er gælunafn föður Gylfa sem hét fullu nafni Gunnar Konráðsson. Nunni EA 87 er 25 tonna bátur, smíðaður 1987 með yfirbyggðu þilfari og mun fara á net.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar