Leikskólabörn á Hvammstanga

Alfons Finnsson

Leikskólabörn á Hvammstanga

Kaupa Í körfu

Hvammstangi | Leikskólabörnin á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga fóru á dögunum í gönguferð ásamt fóstrum sínum um bæinn eins og þau gera oft á góðviðrisdögum, og voru þau klædd í endurskinsvesti því betra er að vera í áberandi fatnaði svo ökumenn veiti þeim meiri athygli en ella í skammdeginu. Á ferð sinni um bæinn komu þau við á bryggjunni og voru þeim sýndar allskonar fisktegundir af dragnótabátnum Viðari ÞH sem var að landa aflanum. Fræddu skipverjar börnin um fiskana og útskýrðu fyrir börnunum nöfn hinna ýmsu fisktegunda. Voru börnin mjög áhugasöm um fiskana, og vildu fá að halda á þeim og taka þá með sér heim í soðið fyrir mömmu og pabba. Hér á myndinni eru þau með ýsu og þorsk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar