Sviðaveisla í Lakkhúsinu

Sviðaveisla í Lakkhúsinu

Kaupa Í körfu

KANNSKI væri ráð fyrir Morgunblaðið að senda þessa mynd heldur til birtingar í tímaritinu National Geographic því að víst má þykja að mörgum útlendingum þyki sá siður Íslendinga að leggja sér til munns brunasviðin þversneidd lambahöfuð harla skrýtinn. Hitt er þó ljóst að mönnunum í sprautunarverkstæðinu Lakkhúsinu við Smiðjuveg þykja svið herramannsmatur enda sýnir myndin þá gæða sér á réttinum þjóðlega við árlegt veisluborð fyrirtækisins þar sem 200 manns var boðið. Í veislunni komu einnig fram ýmsir tónlistarmenn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar