Vetrarríki á fjöllum

Ragnar Axelsson

Vetrarríki á fjöllum

Kaupa Í körfu

ÞRÁTT fyrir að bjart væri yfir og í alla staði milt veður í höfuðborginni var kalt í veðri á Kringilsárrana þegar félagar í Flugklúbbnum Þyt lentu flugvélum sínum þar fyrr í vikunni. Ráðleggja þeir gegn því að lenda þar mikið lengur sökum snjóalaga á brautinni og er þetta því líklega með síðustu lendingum sem þar verða framkvæmdar - brautin verður fimmtíu og fimm metrum undir vatni þegar Hálslónið er fullt. Vatnsborð Hálslóns var um miðja viku komið í 546 metra yfir sjávarmáli sem þýðir að mesta dýpi næst Kárahnjúkastíflu er um 92 metrar. MYNDATEXTI: Við Kringilsárrana - Einar Dagbjartsson, flugstjóri, lendir TF-HIS á Kringilsárrana. Ekki ráðlegt að lenda þar mikið lengur sökum snjóa á brautinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar