Fug bæjarstjóra

Garðar Páll Vignirsson

Fug bæjarstjóra

Kaupa Í körfu

Grindavík | Það eru ekki allir sem fá að fara í flugferð með bæjarstjóranum sínum. Af því geta nokkrir nemendur úr 10. bekk Grunnskóla Grindavíkur státað. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri og flugmaður, bauð þeim sérstaklega með sér í flug. Lagt var af stað frá Grindavík strax að morgni og flogið frá Reykjavíkurflugvelli. Veðrið lék við flugfarþegana enda hægur vindur og bjartviðri. Flogið var yfir álverið í Straumsvík og þaðan beint til Grindavíkur. Þá var hringsólað yfir bænum um tíma og farþegarnir notuðu tækifærið til að taka ljósmyndir af heimaslóðum sínum. "Þetta var geðveikt. Mér þótti skemmtilegast að fá að grípa í stýrið. Gaman var að sjá bæinn úr lofti. Ég verð að segja að ég er orðinn spenntur fyrir fluginu," sagði Bjarni Einarsson, eftir ferðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar