Langabrekka Heiðmörk gróðursetning og stígagerð

Þorkell Þorkelsson

Langabrekka Heiðmörk gróðursetning og stígagerð

Kaupa Í körfu

Í kringum sjötíu unglingar frá Vinnuskóla Reykjavíkur vinna að því í sumar að fegra umhverfið á einu helsta útivistarsvæði íbúa höfuðborgarsvæðisins, Heiðmörk. Að sögn Sigmars Hjartarsonar, yfirleiðbeinanda hjá Vinnuskólanum, vinna krakkarnir við að snyrta til, tína rusl og leggja göngustíga en auk þess stendur til að gróðursetja um 150 þúsund plöntur. Sigmar segir þó að þurrkar geti komið í veg fyrir að það markmið náist. Krakkarnir koma alls staðar að úr Reykjavík og voru að ljúka níunda bekk í vetur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar