Steypuvinna í Hafnarfirði

Steypuvinna í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

GRUNNURINN sem sést á myndinni mun í framtíðinni hvíla undir íbúðarblokk við Norðurbakkann í Hafnarfirði, gegnt veitingahúsinu A. Hansen. Nálægt þrjátíu steypubílar komu að því að steypa hann og dældu þeir samtals 1.300 rúmmetrum af steypu. Undanfarið hefur um 170 tonnum af vatni verið dælt úr grunninum á hverri mínútu en gert er ráð fyrir að dælingin standi yfir í samtals þrjá mánuði. Hér er því greinilega vandað vel til verka enda hefur hið forkveðna ef til vill sannast of oft að á sandi byggi heimskur maður hús. Það er fyrirtækið At-Afl verktakar sem sér um framkvæmdirnar en steypustöð BM Vallár um steypuvinnuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar