Hanne Vedsted Hansen

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hanne Vedsted Hansen

Kaupa Í körfu

Hanne Vedsted Hansen var 16 ára þegar það leið í fyrsta sinn yfir hana vegna tíðaverkja. Rúmlega tuttugu árum síðar fékk hún að vita að hún þjáðist af legslímuflakki. Eins og nafnið bendir til orsakast legslímuflakk (endometriosis) af því að slímhúðin sem þekur legholið að innan "fer á flakk" og litlir frumuklasar úr henni taka sér bólfestu annars staðar, oftast í grindarholinu. Við blæðingar pressast svolítið tíðablóð upp gegnum eggjaleiðarana og inn í kviðarholið auk þess sem blæðir úr þessari afbrigðilegu legslímhúð inn í vefina. Það getur valdið bólgum og samvöxtum með tilheyrandi sársauka fyrir konuna. MYNDATEXTI: Samstarfsaðilar - "Við búum yfir reynslunni meðan læknarnir hafa þekkinguna," segir Hanne Vested Hansen.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar